Telur Skerjafjarðarveg óraunhæfan 8. júní 2005 00:01 Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samgönguráðherra líst illa á hugmyndir Reykjavíkurlistans um hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Álftnesingar segja að borgaryfirvöld hafi ekkert rætt við þau um málið. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi varpaði á borgarstjórnarfundi í fyrradag fram hugmyndum um lagningu vegar frá Vatnsmýri yfir á Álftanes. Hann taldi að afnvel mætti gera göng styttri en Hvalfjarðargöng sem opnuðust nærri Álverinu í Straumsvík. "Það á ekki að vera að afvegaleiða fólk með hugmyndum eins og þessari sem lausn til næstu ára," segir Sturla Böðvarsson um innlegg Stefáns. "Þetta er framtíðarmúsík sem er ekki við sjóndeildarhring í dag." Sturla segir að megináherslan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin verði lögð Sundabrautina, og ennfremur á Hringbraut-Miklubraut, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Sturla rifjaði einnig upp að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið endurbyggður til ársins 2016 með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, sagði engan frá Reykjavíkurborg hafa rætt við sig um þessar hugmyndir. Skerjafjarðarvegur er sextíu ára gömul hugmynd sem margoft hefur verið rædd. Gunnar Valur segir að hugmyndin hafi síðast verið skoðuð við gerð svæðisskipulags árið 2002, en þá hafi vegurinn ekki verið talinn hagkvæmur. Gunnar Valur bendir líka á að Reykjavík sé ekki einráð um vegaframkvæmdir yfir Skerjafjörðinn. "Það er óvíst að Álftnesingar myndu samþykkja veg þarna á milli." Stefán sagðist í gærkvöldi ekki hafa tekið mið af síðasta svæðisskipulagi þar sem margt hefði breyst síðan þá. Bílaeign hefði aukist um 50% á nokkrum árum og verðmæti lands ykist sífellt. "Það þarf sífellt að endurmeta hvað er hagkvæmt og hvað ekki," segir Stefán. Hann sagðist einnig vera sammála því að Sundabraut ætti að hafa forgang. "Ég tók það skýrt fram í ræðunni," segir Stefán. "Það er verið að horfa tuttugu ár fram í tímann ef flugvöllurinn skyldi fara. Vatnsmýrin myndi þá byggjast smám saman og þetta gæti komið í framhaldi af því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira