10-15 læknar fá áminningu árlega 8. júní 2005 00:01 Tíu til fimmtán læknar fá tiltal eða áminningu á hverju ári vegna þess að þeir ávísa of miklu af ávanabindandi lyfjum. Landlæknir segir upplýsingar úr lyfjagagnagrunninum hafa gagnast eftirliti með þessum málum vel en hann hefur einnig nýst á hinn veginn - til að eyða gróusögum um lækna sem sagðir voru of ávísanaglaðir. Þótt lyfjagagnagrunnurinn sé tæknilega ekki kominn hundrað prósent í gagnið er hann þegar farinn að gagnast heilbrigðisyfirvöldum vel til að fá yfirsýn yfir notkun lyfja, ekki bara þeirra ávanabindandi heldur allra flokka. Aðspurður hvort rætt sé við alla lækna eða farið eftir vísbendingum segir Sigurður Guðmundsson landlæknir að um hvort tveggja sé að ræða. Hann segir grunninn notaðan bæði til að sanna og afsanna „kviksögur“, ef svo megi segja, og því miður séu þær stundum staðfestar. Ef upp kemst um einhvers konar misferli er læknum fyrst veitt ádrepa eða tiltal, ef brotið er alvarlegt er veitt formleg áminning og ef ástandið lagast ekki er send tillaga til heilbrigðisráðherra um leyfissviptingu. Það gerist nokkrum sinnum á ári segir landlæknir, oftast vegna lækna en vissulega einnig vegna starfsmanna annarra heilbrigðisstétta. „Þá er það lang-, langoftast vegna þess að heilbrigðsstarfsmaðurinn er sjálfur í vandræðum vegna lyfjanotkunar,“ segir Sigurður. En sem betur fer eru svörtu sauðirnir í læknastéttinni fáir. Alvarlegar ádrepur og áminningar eru 4-5 á ári og svipaða sögu er að segja af leyfissviptingum að sögn landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Tíu til fimmtán læknar fá tiltal eða áminningu á hverju ári vegna þess að þeir ávísa of miklu af ávanabindandi lyfjum. Landlæknir segir upplýsingar úr lyfjagagnagrunninum hafa gagnast eftirliti með þessum málum vel en hann hefur einnig nýst á hinn veginn - til að eyða gróusögum um lækna sem sagðir voru of ávísanaglaðir. Þótt lyfjagagnagrunnurinn sé tæknilega ekki kominn hundrað prósent í gagnið er hann þegar farinn að gagnast heilbrigðisyfirvöldum vel til að fá yfirsýn yfir notkun lyfja, ekki bara þeirra ávanabindandi heldur allra flokka. Aðspurður hvort rætt sé við alla lækna eða farið eftir vísbendingum segir Sigurður Guðmundsson landlæknir að um hvort tveggja sé að ræða. Hann segir grunninn notaðan bæði til að sanna og afsanna „kviksögur“, ef svo megi segja, og því miður séu þær stundum staðfestar. Ef upp kemst um einhvers konar misferli er læknum fyrst veitt ádrepa eða tiltal, ef brotið er alvarlegt er veitt formleg áminning og ef ástandið lagast ekki er send tillaga til heilbrigðisráðherra um leyfissviptingu. Það gerist nokkrum sinnum á ári segir landlæknir, oftast vegna lækna en vissulega einnig vegna starfsmanna annarra heilbrigðisstétta. „Þá er það lang-, langoftast vegna þess að heilbrigðsstarfsmaðurinn er sjálfur í vandræðum vegna lyfjanotkunar,“ segir Sigurður. En sem betur fer eru svörtu sauðirnir í læknastéttinni fáir. Alvarlegar ádrepur og áminningar eru 4-5 á ári og svipaða sögu er að segja af leyfissviptingum að sögn landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira