Lífið

Paris og Nicole í líkhúsi

Í næstu seríu af raunveruleikaþáttunum The Simple Life þar sem aðalstjörnurnar eru ljóskurnar Paris Hilton og Nicole Richie, munu þær meðal annars þurfa að vinna í líkhúsi. Stelpurnar ferðast um austurströnd Ameríku og vinna í mörgum mismunandi störfum. "Versta starfið var að vinna í líkhúsi þar sem við þurftum að færa lík og keyra líkbílinn," sagði Paris. Nicole bætti við: "Ég er ekki hrifin af líkum og þetta starf var hræðilegt." Meðal annara starfa sem stelpurnar tóku að sér var vinna í dýragarði og leikskóli fyrir fötluð börn. Í sömu þáttaröð voru stelpurnar handteknar fyrir að stela lögreglubíl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.