Innlent

Farþegum fækkaði um 9%

MYND/Hilmar
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði úr rúmlega 130 þúsund í apríl 2004 í tæplega 119 þúsund farþega nú, eða um tæp níu prósent. Fækkun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum sjö prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um rúm 16 prósent. Á heimasíðu flugstöðvarinnar kemur fram að ástæða fækkunar farþega nú í apríl miðað við sama mánuð í fyrra sé talin sú að páskarnir voru fyrr í ár heldur en í fyrra, þ.e. í mars í stað apríl árið 2004. Það sem af er árinu hefur farþegum hins vegar fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 380 þúsund í tæplega 420 þúsund farþega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×