Innlent

Deilt um sameiningu

Tuttugu manns sátu íbúahreppsfund í Skorradalshreppi sem fram fór í fyrrakvöld í húsi Skógræktarfélags ríkisins í Hvammi. Þar voru ræddir kostir og gallar sameiningar hreppsins og nágrannasveitarfélaganna en Skorrdælingar kjósa um málið næsta laugardag. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, kvað að stíga yrði varlega til jarðar í slíkri sameiningu og að ekki væri skynsamlegt að samþykkja hana fyrr en ljóst væri hvaða verkefni yrðu sett yfir á nýja sveitarfélagið og hversu miklar fjárhæðir fengjust frá ríkinu til að sinna þeim verkefnum. Eyjólfur kvað hins vegar að ef sveitarstjórnarmenn væru ósáttir við það hvernig ríkið hefði staðið að málum væri skynsamlegra að taka málin í sínar hendur og það gæti stórt sameinað sveitarfélag að miklu leyti gert. Flestir fundargesta sem tóku til máls voru sammála um að enginn fjárhaldslegur hagur væri af sameiningu fyrir Skorradal en þó væri ekki loku fyrir það skotið að þeir samþykktu hana. Davíð segir að hann hafi átt von á Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, á fundinn. Ragnhildur segir að hún hafi að eigin frumkvæði boðist til að fara á fundinn en ekki komist umræddan dag og hafi það verið tilkynnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×