Innlent

Mávar til vandræða

Mávar virðast hafa hertekið Seltjörnina á Seltjarnaresi. Þar hefur vanalega verið að finna litríkt fuglalíf en þessa dagana er litadýrðin lítil og fátt annað en svartir og hvítir mávar sjást þar á sveimi. Að meðaltali verpa reglulega um 23 tegundir fugla á Nesinu en á sumrin flýja endurnar sem þar verpa, með ungana inn í gróðurinn, undan mávunum sem hertekið hafa Seltjörnina. Þessa dagana má því einungis finna örfáa andarunga á vappi með fullorðnu öndunum en mávarnir eru skæðir óvinir andanna. Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir skilyrði fyrir mávinn vera honum í hag og að honum fjölgi af því að hann er við sorphauga og náttútlegt æti sem hann kemst í. Þar á meðal eru andarungar og lifir sílamávurinn því góðu lífi við tjarnirnar borgarinnar. Stofninn minnkar hægt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fækka fuglinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×