Innlent

42 skot í Reykjavíkurhöfn

Rússneski tundurspillirinn Admiral Levtsjenko kom til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tundurspillirinn skaut 21 púðurskoti til heiðurs íslensku þjóðinni við komuna til hafnar og varðskipið Týr, sem lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn, svaraði í sömu mynt. Tundurspillirinn verður í Reykjavík fram á fimmtudag og mun þá halda norður á Hornstrandir þar sem áhöfn skipsins mun leggja blómsveig í hafið til minningar um rússnesku skipalestina QP-13 sem sigldi á tundurdufl og fórst utan við Hornstrandir í júlí 1942. Tundurspillirinn Levtsjenko aðmíráll verður opinn almenningi á morgun frá klukkan 14 til 16 og á miðvikudaginn frá klukkan 10 til 12.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×