Innlent

Órói á Sæluhelgi

Grunur leikur á að karlmaður hafi verið skallaður í andlitið á Suðureyri í nótt, en áverkar virðast ekki alvarlegir við fyrstu sýn að sögn lögreglu.  Enginn var handtekinn og árásin hefur ekki verið kærð.  Nú stendur yfir hátíðin Sæluhelgi á Suðureyri og er þar talsverður fjöldi gesta.  Sérstakt eftirlit hefur verið með ungmennum og hefur verið lagt hald á áfengi í fórum nokkurra unglinga undir lögaldri. Lögreglan á Ísafirði handtók einnig fjögur ungmenni í bifreið á Suðureyri í gærdag.  Grunur leikur á að þau hafi verið meðhöndla fíkniefni.  Í bifreið þeirra fannst hassreykingaáhald og fleira er benti til þess.  Þá fannst í bifreiðinni hafnarboltakylfa.  Ungmennunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu þar sem eitt þeirra viðurkenndi að hafa komið með lítilræði af hassi vestur og notað það sjálfur. Skútu hvolfdi í Skötufirðinum í gærkvöldi.  Einn maður var um borð og sakaði hann ekki.  Maðurinn var í bústað í firðinum og sáu ættingjar hans þegar skútunni hvolfdi og sóttu hann á litlum bát.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×