Innlent

Fannst á Langjökli

Þýski ferðamaðurinn sem leitað var á Langjökli á laugardag fannst á hábungi jökulsins tuttugu mínútur í tíu í fyrrakvöld. Hann fann til eymsla í baki og fennt hafði yfir tjald hans og annan búnað og sendi því út neyðarboð. Maðurinn var fluttur að jökulrönd með snjósleða en síðan ekið til byggða. Að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Landsbjörg var maðurinn ágætlega á sig kominn fyrir utan bakeymslin. Þrjátíu menn á tólf vélsleðum og sex bílum tóku þátt í leitinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×