Óttast að hátíðin sé að hverfa 15. maí 2005 00:01 Biskup Ísland óttast að hátíðin sé að hverfa úr lífi fólks og að allir dagar verði eins. Sjálfur var hann við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag til að halda upp á anda hins góða og bjarta. Nokkur fjöldi var við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag. Meðal gesta voru herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og faðir hans, Sigurbjörn Einarsson biskup. Mótettukór Hallgrímskirkju söng við guðþjónustuna. Hvítasunnan er ein þriggja stórhátíða kirkjunnar þó minna fari fyrir henni en hinum tveimur. Hún er afmælishátíð kirkjunnar, en á hvítasunnunni varð kirkjan til sem hreyfing. Það var þá sem andinn kom og blés burtu ótta og sorg lærisveinanna eftir fráhvarf Jesú Krists. Þeir skildu allt um Jesú og gátu talað um það þannig að aðrir skildu. En hvað þýðingu hefur hvítasunnan fyrir kirkjuna? Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands segist einu sinni hafa spurt krakka hvers vegna hátíðir væru haldnar og þá hafi einn svarað: „Til að halda upp á eitthvað.“ Hvítasunnan haldi upp á anda hins góða og bjarta og fagra, anda skilnings milli fólks og anda kærleikans. Það hafi mikla þýðingu, ekki bara fyrir kirkjuna heldur allan heiminn, að þetta tilefni komist að. Hefur biskupinn áhyggjur af því hátíðin gleymist hjá almenningi sem oft notar hvítasunnuna sem fyrstu ferðahelgi sumarsins? Karl segir dásamlegt að fólk fái frí og lyfti sér upp og ferðist um landið en hann neiti því ekki að hann hafi vissar áhyggjur af þeirri tilhneigingu að allir dagar séu eins og hátíðinni sé útrýmt úr lífinu. Standa þurfi vörð um hátíðina og helgidaginn vegna þess að það greiði veg góðum gildum. Þess er rétt að minnast að árlegir vortónleikar Mótettukórsins verða í Hallgrímskirkju klukkan fimm á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Biskup Ísland óttast að hátíðin sé að hverfa úr lífi fólks og að allir dagar verði eins. Sjálfur var hann við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag til að halda upp á anda hins góða og bjarta. Nokkur fjöldi var við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag. Meðal gesta voru herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og faðir hans, Sigurbjörn Einarsson biskup. Mótettukór Hallgrímskirkju söng við guðþjónustuna. Hvítasunnan er ein þriggja stórhátíða kirkjunnar þó minna fari fyrir henni en hinum tveimur. Hún er afmælishátíð kirkjunnar, en á hvítasunnunni varð kirkjan til sem hreyfing. Það var þá sem andinn kom og blés burtu ótta og sorg lærisveinanna eftir fráhvarf Jesú Krists. Þeir skildu allt um Jesú og gátu talað um það þannig að aðrir skildu. En hvað þýðingu hefur hvítasunnan fyrir kirkjuna? Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands segist einu sinni hafa spurt krakka hvers vegna hátíðir væru haldnar og þá hafi einn svarað: „Til að halda upp á eitthvað.“ Hvítasunnan haldi upp á anda hins góða og bjarta og fagra, anda skilnings milli fólks og anda kærleikans. Það hafi mikla þýðingu, ekki bara fyrir kirkjuna heldur allan heiminn, að þetta tilefni komist að. Hefur biskupinn áhyggjur af því hátíðin gleymist hjá almenningi sem oft notar hvítasunnuna sem fyrstu ferðahelgi sumarsins? Karl segir dásamlegt að fólk fái frí og lyfti sér upp og ferðist um landið en hann neiti því ekki að hann hafi vissar áhyggjur af þeirri tilhneigingu að allir dagar séu eins og hátíðinni sé útrýmt úr lífinu. Standa þurfi vörð um hátíðina og helgidaginn vegna þess að það greiði veg góðum gildum. Þess er rétt að minnast að árlegir vortónleikar Mótettukórsins verða í Hallgrímskirkju klukkan fimm á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira