Innlent

Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn í hættu

Við Reykjavíkurtjörn
MYND/GVA

Í skýrlsunni Fuglalíf tjarnarinnar eftir Ólaf K. Nilsen og Jóhann Óla Hilmarsson kemur fram að um mánaðarmótin júlí-ágúst hafi einungis 18 stokkandarungar verið á lífi og aðeins hafi fundist 15 kríuhreiður en engir ungar komust á legg.

Höfundar gagnrýna þá röskun sem orðið hefur á friðlandinu Vatnsmýri við flutning Hringbrautar og segja flest það ófrágengið sem lofað var af hálfu Skipulagsstofnunnar. Þeir mæla eindregið með því að hólmarnir í Tjörninni verði lagfærðir, að reist verði girðing á milli Hirngbrautar og Vatnsmýrarfriðlands og að lækurinn sem kom úr austurhluta mýrarinnar verði endurgerður en hann hvarf við gerð Hringbrautar. Haft er Þórólfi Jónssyni garðyrkjustjóra á heimasíðu umhverfissviðs Reykjavíkurborgar að farið verði yfir allar ábendingar í skýrslunni og reynt að bregðast við þeim á skjótan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×