Erlent

Enn ósamkomulag um langtímafjárlög ESB

Persson ásamt Jiri Paroubek, forsætisráðherra Tékklands, við hópmyndatöku í Brussel í gær.
Persson ásamt Jiri Paroubek, forsætisráðherra Tékklands, við hópmyndatöku í Brussel í gær. MYND/AP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirbúa sig nú fyrir erfiðar viðræður um langtímafjárlög ESB fyrir árin 2007-2013. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær að enn væri mikill munur á hugmyndum leiðtoganna um tillögur að langtímafjárlögum ESB og ekki vera of bjartsýnn um að niðustaða fengist á þessum fundi en fundurinn heldur áfram í dag. Hann sagði þó að ef niðustöður fengjust ekki nú yrðu þær enn erfiðari á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×