Innlent

Fiskur heldur fólki ungu

Fiskneysla heldur fólki ungu og dregur úr hrörnun heilastarfseminnar þegar árin færast yfir. Þannig hljóma niðurstöður bandarískrar rannsóknar á heilastarfsemi eldri borgara.

Það þarf væntanlega ekki að segja Íslendingum að fiskur sé hollur og gott að borða hann helst nokkrum sinnum í viku hverri, þó heldur hafi dregið úr því hérlendis á síðustu árum. Nú sýnir rannsókn bandarískra vísindamanna að heilastarfsemi fólks yfir sextíuogfimm ára aldri hrakar síður hjá þeim sem borða fisk reglulega en þeim sem ekki borða fisk. Þetta sést meðal annars á því að þeir sem borða fisk tvisvar í viku eða oftar eru með heilavirkni á við fólk sem er fjórum árum yngra en það sjálft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×