Erlent

Teknir til við að slökkva eldana

Breskir slökkviliðsmenn byrjuðu í dag að dæla milljónum lítra af kvoðu og vatni á eldana sem enn loga í olíubirgðastöðinni norðan við Lundúnir.

Ætlunin var að hefja dælingu á eldana í gærkvöldi, en því var frestað af ótta við að það yrði til þess að menga neysluvatn, þegar blanda af kvoðu, eldsneyti og vatni læki niður í jörðina. Nú þykir tryggt að svo verði ekki, og því slökkvistarfið hafið af fullum krafti. Hér á landi er ekki til nægilega mikið af slökkvifroðu hverju sinni til að kljást við eldsvoða af þessari stærðargráðu, kæmi hann upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×