Erlent

Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli

MYND/AP

Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn. Nokkrir lögreglumenn sem höfðu umkringt vélina eltu manninn og einn þeirra skaut hann til bana.

Kona mannsins reyndi að hrópa að lögreglumönnunum að hann ætti við geðveilu að stríða og hefði ekki tekið lyfin sín en allt kom fyrir ekki. Engin sprengja var í bakpoka mannsins. Að sögn vitna höfðu lögreglumennirnir beðið manninn um að stoppa og rétta upp hendur, en hann fór ekki að fyrirmælum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×