Innlent

Aflaverðmæti íslenskra skipa nánast óbreytt milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári var 46,4 milljarðar króna sem er nánast það sama og á fyrstu átta mánuðum ársins 2004. Aflaverðmæti rækju dróst mest saman á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 62 prósent miðað við sama tíma í fyrra, en verðmæti síldaraflans jókst mest, eða um 71 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr afla að verðmæti 8 milljarðar króna sem er aukning um 1,3 milljarða en mestur samdráttur milli ára varð á Vesturlandi, þar sem verðmæti unnins afla dróst saman um tæpa 1,7 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×