Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir líkamsárás á fyrrum sambýliskonu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjanes í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa veitt fyrrum sambýliskonu sinni líkamlega áverka, hótað henni lífláti og meinað henni að yfirgefa íbúð sína. Haldi hann skilorði í þrjú ár, fellur refsingin niður.

Fólkið, sem er að erlendum uppruna, var par um tíma en þau voru höfðu slitið samvistum þegar líkamsárásin átti sér stað á heimili karlmannsins í september fyrir ári síðan. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði verið í samkvæmi kvöld eitt og haft samband við karlmanninn og beðið hann að ná í sig og keyra sig heim. Hann fór með hana á heimili sitt þar sem hann bannaði konunni að fara heim til sín. Konunni tókst loksins að flýja undan manninum morguninn eftir. Þó nokkrir áverkar voru á konunni en einnig á manninum. Konan var víða með áverka og mar á líkamanum. Þá hlaut hún skurð á fingri og vott af heilahristingi. Í niðurstöðu sálfræðings segir að konan hafi orðið fyrir áfrallastreituröskun en hún óttaðist mjög um líf sitt. Í dómnum kemur fram að lögregla hafi nokkrum sinnum áður haft samskipti af manninum og konunni og var lögreglan nokkrum sinnum kölluð á heimili þeirra.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Þá bera honum að greiða konunni 200.000 í skaðabætur með vöxtum ásamt því að greiða helming sakakostnaðar, rúmlega 650.000 krónur í ríkissjóð. Haldi hann skilorði í þrjú ár, fellur fjögurra mánaða fangelsisdómur niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×