Innlent

Með alvarleg brunasár eftir að efni sprakk í höndum þeirra

Drengirnir tveir sem brenndust í Grafarvogi í gær liggja þungt haldnir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þeir brenndust báðir illa á höndum og fótum og eru brunasárin bæði annars og þriðja stigs. Annar drengurinn brenndist á um það bil þrjátíu prósentum líkamans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Hinn drengurinn brenndist á tuttugu prósentum líkamans. Drengirnir eru á unglingsaldri og ekki er enn vitað hvaða eldfima efni sprakk í höndum þeirra með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×