Innlent

Fleiri og betri störf á landsbyggðina

Tvöfalt hærra hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni er með háskólamenntun. Stjórnvöld verða að grípa til að aðgerða til að snúa þessari þróun við, segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru mun líklegri til að vera með háskólamenntun en landsbyggðarfólk. 23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru með háskólamenntun á móti tólf prósentum íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Anna Kristín segir þetta allmiklu verri tölur en hún átti von á, þó hafi hún lengi vitað að mikill munur væri á menntastöðu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinnin. Hún segir brýnt að ríkisvaldið grípi til aðgerða. Annars vegar með því að auka menntunarmöguleika á landsbyggðinni, en fjöldi landsbyggðarmanna fer á höfuðborgarsvæðið til náms og skilar sér ekki aftur. Hins vegar þurfi að fjölga störfum sem krefjast framhaldsmenntunar á landsbyggðinni svo menntað fólk hafi tækifæri á að snúa aftur á landsbyggðina að námi loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×