Innlent

Mikil stemmning á vínsýningu í Smáralind

Mikil stemmning er á Vínsýningu 2005 sem fram fer þessa helgi í Vetrargarðinum í Smáralind en í dag er hún opin milli klukkan eitt og sex.

Helstu vínbirgjar landsins komu saman á Vínsýningunni 2005 í Vetrargarðinum í Smáralind sem nú fer fram í Smáralindinni. En það eru vínþjónasamtök Íslands og ÁTVR sem standa fyrir sýningunni.

Þetta er í tíunda skipti sem sýningin fer fram, áhuginn hefur aldrei verið meiri enda vínmenningin umturnast hér á landi á þessum tíma segir Dominique Plédel Jónsson hjá Vínþjónasamtökunum.

Dominique segir léttvín hafa margfaldast í sölu á meðan sala á sterkum drykkjum hefur minnkað til muna. Hún segir vín vera í dag eðlilegur hluti af máltíð landans, ólíkt því sem áður var.

Það kemst þó ekki hver sem er inn á sýningar sem þessar, því 20 ára aldurstakmark er inn á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×