Innlent

Ungliðar Vinstri- grænna á Akureyri gagnrýna menntamálaráðherra

Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf. Þetta var samþykkt á fundi ungliðahreyfingarinnar í síðustu viku.

Ungliðahreyfingin vísar í fund menntamálaráðherra í Menntaskólanum á Akureyri á þriðjudegi í síðustu viku, en þar er menntamálaráðherra sagður hafa hunsað nemendur og reynt að koma sér undan umræðunni, eins og segir í fréttatilkynningu frá ungliðahreyfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×