Innlent

Riffilskot á skólalóð

MYND/GVA

Riffilskot fundust á leiksvæði á skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði í gær. Um var að ræða fimmtán ónotuð skot fyrir tuttugu og tveggja kalíbera riffil.

Skotin voru í fimmtíu skota pakkningu en það vantaði þrjátíu og fimm skot í pakkninguna. Það var kennari í skólanum sem fann skotin. Lögreglan óttast að skotin geti hafað komist í hendur barna en skotin geta virkað eins og litlar sprengjur ef barið er á þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×