Innlent

Lækkun gengur að miklu leyti til baka

Lækkanir á matarverði frá því í verðstríði stórmarkaðanna frá í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði netútgáfu Vinnunar, sem Alþýðusambandið gefur út. Frá áramótum hefur sambandið gert ítarlegar verðkannanir í matvöruverslunum og fylgst með verðþróun. Verðstríðið hófst í ársbyrjun og var einkum á milli Bónuss og Kr ó nunnar. A bendir á að verð á mjólk hafi lækkað um helming frá febrúar til maí og verð á öðrum mjólkurvörum um 20 til 30%. Hámarki náði líklega verðstríðið þegar mjólkurlítrinn fór úr einni krónu í að verða ókeypis. En grænmeti, brauð og ávextir lækkuðu líka mikið , oft um 40 til 50 % samkvæmt könnunum ASÍ.

Í heildina lækkaði viðmiðunar matarkarfan um tæp 25 % í Bónus en um tæp 30% próse n t í Krónunni frá febrúar fram í október. Kjöt og fiskur lækkaði ekki á sama hátt

. K jötið hefur reyndar hækkað töluvert síðustu mánuði, en í heildina hefur matarverð lækkað um tvö og hálft prósent það sem af er ári að mati Hagstofu Íslands. En nú eru hækkanirnar farnar að ganga til baka, segir Alþýðusambandið. Lágvöruverðsvöruverslanirnar , sem mest lækkuðu , hafa hækkað hjá sér, en hinir , sem ekki tóku þátt í verðstríðinu í vetur og vor , h a fa hins vegar aðeins verið að lækka hjá sér verðið í sumar.

En þrátt fyrir allt er verðið ennþá langlægst í Krónunni og Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×