Innlent

Sofnaði undir stýri á Reykjanesbrautinni

Bíll fór út af Reykjanesbrautinni á öðrum tímanum í nótt, þar sem ökumaðurinn sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. Atvikið átti sér stað norðan við Grænás. Að sögn lögreglunnar í Keflavík segist ökumaðurinn hafa dottað undir stýri og vaknað þegar hann var kominn yfir á mölina á öfugum vegarhelmingi. Hann hafi svo reynt að koma bílnum upp á veginn aftur, en bifreiðin hafi snúist og runnið út af veginum og stöðvast á stóru grjóti. Bíllinn var fluttur burt með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×