Innlent

3 á slysadeild eftir harðan árekstur

Tvö börn og ólétt kona voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla á Þorlákshafnarvegi í gærkvöld. Annar bíllinn var á leið norður eftir veginum í átt upp að þrengslavegi, þegar bíll sem ók vestur eftir veginum ók yfir stöðvunarskyldu og í veg fyrir hann. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru báðir bílarnir á löglegum hraða. Alls voru tíu manns í bílunum tveimur, en einungis þurfti að flytja börnin tvö og konuna á sjúkrahús. Annað barnið skarst illa í andliti, en ekki er vitað hve alvarlegir áverkar konunnar, eða hins barnsins eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×