Innlent

Kosið um sameiningu á morgun

HÚSAVÍK Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi verður kosið um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp.
HÚSAVÍK Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi verður kosið um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp.

Kosningar um tvær sameiningartillögur sveitarfélaga fara fram á morgun. Í sameingarkosningunum áttunda október síðastliðinn voru fimmtán tillögur af sextán felldar en kosið var í 61 sveitarfélagi. Eina sameiningin sem náði fram að ganga var á Austfjörðum en þar var samþykkt að sameina Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp, Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp.

Á morgun verður atkvæðagreiðsla um tvær sameiningartillögur hins vegar endurtekin. Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi verður kosið um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp, og í Reykhólahreppi verður kosið um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Ástæða þess að aftur verður gengið að kjörborðinu á þessum stöðum er sú að meirihluti íbúa á svæðinu sem til stóð að sameina var hlynntur þeim áformum, þó meirihluti íbúa innan einstakra sveitarfélaga hafi verið á móti.

Þá hafa Siglufjörður og Ólafsfjörður ákveðið að reyna að sameinast, þrátt fyrir að sameining sveitarfélaga í Eyjafirði hafi verið felld í sameiningarkosningunum í síðasta mánuði. Sveitarfélögin tvö voru þau einu sem samþykktu sameininguna og kosningaþátttaka var góð á báðum stöðum. Nefnd hefur verið skipuð sem ætlað er að vinna að sameiningu. Þess ber að geta að sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er þó háð því að jarðgöng verði gerð um Héðinsfjörð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×