Innlent

Vonbrigði ASÍ með viðbrögð atvinnurekenda

MYND/Stöð 2

Miðstjórn ASÍ hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð atvinnurekenda og ríkisstjórnar við áherslum ASÍ í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga. Miðstjórnin kom saman í gær í fyrsta skipti eftir ársfund ASÍ í október og ræddi stöðu kjarasamninga. Miðstjórnin taldi einsýnt að kjarasamningum yrði sagt upp að óbreyttu. Mikilvægt væri að aðildarfélögin yrðu undir það búin ef á reyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×