Innlent

Starfsmaður Impregilo tekinn með 600 grömm af hassi

Frá Kárahnjúkum
Frá Kárahnjúkum MYND/Kristín

Lögreglumenn frá Seyðisfirði lögðu á mánudag hald á 300 grömm af hassi í söluumbúðum, við húsleit í íbúðaskála hjá Impregilo við Kárahnjúka. Einnig var lagt hald á tölvu og 300 þúsund krónur í peningum. Eigandinn var svo handtekinn á Egilsstaðaflugvelli á mánudag og fundust þá önnur 300 grömm af hassi á honum, sem einnig var pakkað í söluumbúðir. Að loknum yfirheyrslum var krafist farbanns yfir manninum. Þá hefur hann einnig verið rekinn úr starfi vegna málsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×