Innlent

CIA virðist oft nota Keflavíkurflugvöll fyrir vélarnar

Bandarísk herflugvél á velli Varnarliðsins á Miðnesheiði.
Bandarísk herflugvél á velli Varnarliðsins á Miðnesheiði.

Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að notaðar séu til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur. Fram er komið, í framhaldi af umfjöllun danskra fjölmiðla um fangaflug CIA á tiltekinni vél, að sama vél hafi lent í Keflavík áttunda mars og hafi það verið í þriðja sinn frá ársbyrjun árið 2002 sem hún lenti þar.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur flugvallarstjórinn í Stavangri í Noregi staðfest að meint CIA-vél, sem kom frá Rúmeníu, hafi haft viðkomu í Stavangri á leið sinni til Keflavíkur fyrr á árinu. Þá greindi Fleming Hansen, samgönguráðherra Dana, frá því í gær að önnur meint CIA-vél en sú sem lenti í Keflavík í mars hafi flogið í gegnum danska lofthelgi tíunda október síðastliðinn á leið sinni frá Íslandi til Ungverjalands.

Hér er aðeins um tvær tilteknar flugvélar að ræða en grunur leikur á að CIA hafi umráð yfir mun fleiri vélum, sem allt eins kunna að hafa haft viðkomu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×