Fjöldi barnaverndartilfella tvöfaldast á átta árum 27. október 2005 13:30 Börnum, sem njóta þjónustu barnaverndarkerfisins, líður jafn illa eða jafnvel verr en börnum innan geðheilbrigðiskerfisins. Stúlkum líður verr en drengjum. Fjöldi barna undir eftirliti barnaverndaryfirvalda hefur ríflega tvöfaldast á átta árum. Börnin voru um 2000 talsins á ári fyrir tíu árum og eru nú yfir 5000 á ári. Þetta gildir um börn á aldrinum þrettán til átján ára og má búast við að hækkun á sjálfræðisaldrinum úr sextán í átján ár árið 1998 hafi þarna einhver áhrif. En þó að börnunum hafi fjölgað verulega hefur starfsmönnum barnaverndarkerfisins lítið sem ekkert fjölgað og fjárveitingar til barnaverndarmála hafa ekki aukist svo neinu nemi. Halldór Sigurður Guðmundsson félagsráðgjafi hefur gert könnun á hegðun og líðan barnanna. Hann segir að börnunum líði illa og að þau hegði sér illa. Þau standi erfiðlega námslega og hafi skerta færni miðað við önnur íslensk börn á sama aldri. Ástand barna á þessum aldri sé svipað og jafnvel verra en barna innan geðheilbrigðiskerfisins. Stúlkur sem njóta þjónustu barnaverndarinnar eru færri en strákarnir en þeim líður samt verr en drengjunum. Þær finni meira til depurðar, kvíða og líkamlegrar vanlíðanar en drengir. Séu börnin sjálf spurð meta þau vandann sem minni en aðrir, til dæmis foreldrar og kennarar. Börnum, sem búa úti á landi og njóta barnaverndar þar, líður verr en börnunum á höfuðborgarsvæðinu. Börnum innan barnaverndarinnar hér á landi líður með svipuðum hætti og börnum í Ósló í Noregi. Halldór Sigurður segir að það gefi ekki endilega vísbendingu um að minni samfélög gefi börnunum meira öryggi. Hann segir að niðurstöður rannsóknar sinnar sýni aö skoða þurfi álagið á fjölskyldur sem eiga börn sem þurfa aðstoð barnaverndar og skoða þá sérstaklega tekjur fjölskyldnanna, atvinnuþátttöku og það hvernig barnavernd, geðheilbrigðiskerfið, skólarnir og heilsugæslan vinna saman að málefnum þessara barna. Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Börnum, sem njóta þjónustu barnaverndarkerfisins, líður jafn illa eða jafnvel verr en börnum innan geðheilbrigðiskerfisins. Stúlkum líður verr en drengjum. Fjöldi barna undir eftirliti barnaverndaryfirvalda hefur ríflega tvöfaldast á átta árum. Börnin voru um 2000 talsins á ári fyrir tíu árum og eru nú yfir 5000 á ári. Þetta gildir um börn á aldrinum þrettán til átján ára og má búast við að hækkun á sjálfræðisaldrinum úr sextán í átján ár árið 1998 hafi þarna einhver áhrif. En þó að börnunum hafi fjölgað verulega hefur starfsmönnum barnaverndarkerfisins lítið sem ekkert fjölgað og fjárveitingar til barnaverndarmála hafa ekki aukist svo neinu nemi. Halldór Sigurður Guðmundsson félagsráðgjafi hefur gert könnun á hegðun og líðan barnanna. Hann segir að börnunum líði illa og að þau hegði sér illa. Þau standi erfiðlega námslega og hafi skerta færni miðað við önnur íslensk börn á sama aldri. Ástand barna á þessum aldri sé svipað og jafnvel verra en barna innan geðheilbrigðiskerfisins. Stúlkur sem njóta þjónustu barnaverndarinnar eru færri en strákarnir en þeim líður samt verr en drengjunum. Þær finni meira til depurðar, kvíða og líkamlegrar vanlíðanar en drengir. Séu börnin sjálf spurð meta þau vandann sem minni en aðrir, til dæmis foreldrar og kennarar. Börnum, sem búa úti á landi og njóta barnaverndar þar, líður verr en börnunum á höfuðborgarsvæðinu. Börnum innan barnaverndarinnar hér á landi líður með svipuðum hætti og börnum í Ósló í Noregi. Halldór Sigurður segir að það gefi ekki endilega vísbendingu um að minni samfélög gefi börnunum meira öryggi. Hann segir að niðurstöður rannsóknar sinnar sýni aö skoða þurfi álagið á fjölskyldur sem eiga börn sem þurfa aðstoð barnaverndar og skoða þá sérstaklega tekjur fjölskyldnanna, atvinnuþátttöku og það hvernig barnavernd, geðheilbrigðiskerfið, skólarnir og heilsugæslan vinna saman að málefnum þessara barna.
Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira