Innlent

Hestar hlupu fyrir lest í Danmörku

Tveir hestar hlupu fyrir járnbrautarlest á Jótlandi snemma í morgun og drápust báðir. Dráttarvagn lestarinnar skemmdist svo mikið að hann varð óökuhæfur en engan í lestinni sakaði. Lausaganga búfjár er því víðar vandamál en á Íslandi en síðast var bíl ekið á hest hér á landi í fyrradag skammt frá Akureyri. Hesturinn meiddist ekki meira en svo að hann stakk af og ökumaður bílsins slapp líka ómeiddur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×