Erlent

Stálu líki

Lögregla á Bretlandi hefur handtekið fimm manns í tengslum við ránið á líki hinnar 82 ára gömlu Gladys Hammond úr kirkju í Staffordskíri í október 2004. Þrír karlar og kona eru grunuð um samsæri og önnur kona er sökuð um að hafa ráðist á lögreglumenn. Hammond var ættingi fólks sem rak eldisstöð fyrir naggrísi sem seldir voru til tilraunastofa víðs vegar um Bretland. Líkinu var stolið til að kúga eigendur eldisstöðvarinnar til að hætta rekstrinum. Það gerðu þeir í ágúst síðastliðnum eftir að þeim höfðu borist fjölmargar hótanir frá öfgasinnuðum dýraverndarhópum..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×