Erlent

Snarpur skjálfti í Perú

Jarðskjálfti upp á 7,5 á richter skók þorp í norðurhluta Perú í gær með þeim afleiðingum að einn lést og að minnsta kosti eitt hundrað heimili eyðilögðust. Skjálftinn fannst víða á landinu og jafnvel í Bogota, höfuðborg landsins, sem er í 1200 kílómetra fjarlægð frá jarðskjálftasvæðinu. Þetta er sterkasti skjálfti í Perú síðan árið 2001 þegar skjálfti upp á 8,1 á Richter reið yfir með þeim afleiðingum að 75 manns týndu lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×