Innlent

MH fær nýtt hús

Menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Menntaskólans við Hamrahlíð. Húsið verður rúmlega þrjú þúsund fermetrar að stærð og í því verða meðal annars þrír íþróttasalir, bókasafn, átta raungreinastofur og þrjár til fjórar kennslustofur. Miðað er við að húsið verði fullfrágengið og tilbúið til notkunar í nóvember á næsta ári. Það gekk á ýmsu þegar ráðherra og borgarstjóri voru í gröfunni, en þær voru hvattar vel áfram af nemendum MH, sem sumir hlógu að aðförunum. Að lokum tókst þeim þó að ljúka skóflustungunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×