Ástandið ekki verra í áratug 12. september 2005 00:01 Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en fimmtíu lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Átökin brutust út síðdegis á laugardag þegar lögreglan meinaði göngumönnum Óraníureglunnar að marsera um götur sem liggja nærri kaþólskum hverfum í Belfast. Í kjölfar þess réðust mótmælendur á lögreglumenn með öllu því sem tiltækt var, heimagerðum sprengjum, flöskum fullum af bensíni, múrsteinum og hverju því sem hönd á festi. Þetta breiddist út um borgina þar til stór hluti borgarinnar logaði í óeirðum. Lögregla segir ekki fara milli mála að herskáir hópar öfgamanna hafi haft hönd í bagga við að skipuleggja aðgerðirnar, og hafi aðeins beðið eftir átyllu til að hefja ofbeldisverkin og draga aðra með sér í þau. Stríðsástand hefur beinlínis ríkt í sumum hverfum. Michael Copeland sambandssinni sagði að ástandið hefði breyst á tíu til fimmtán mínútna fresti. Þetta hefði nálgast stjórnleysi og eyðileggingin hefði blasað við hvarvetna. Óeirðirnar eru nokkuð áfall fyrir friðarferlið á Norður-Írlandi. Flestir héldu að svona nokkuð heyrði fortíðinni til. Þótt slegið hafi í brýnu öðru hverju þá hafa svona langvinn og blóðug átök ekki átt sér stað í tæpan áratug. Það er þó greinilegt að undir niðri kraumar mikil óánægja meðal sambandssinna, sem ekki þarf mikið til að virkja. Yfirvöld leggja því allt kapp á að góma þá sem bera ábyrgð á látunum. Peter Hain, Norður-Írlandsmálaráðherra Bretlands, sagði að þeir yrðu að svara til saka og að hann styddi lögregluna í öllum þeim aðgerðum sem hún gripi til í þeim tilgangi. Hain sagðist telja að öllum, allt frá leiðtogum sambandssinna til venjulegra íbúa í hverfum sambandssinna, blöskraði hvernig vopnaðir flokkar höguðu sér eins og glæpamenn og reyndu að drepa, limlesta og ráðast á lögreglu sem hefði staðið sig frábærlega. Enn ríkir mikil spenna í borginni og var jafnvel búist við að mótmælendur létu enn til sín taka í kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en fimmtíu lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Átökin brutust út síðdegis á laugardag þegar lögreglan meinaði göngumönnum Óraníureglunnar að marsera um götur sem liggja nærri kaþólskum hverfum í Belfast. Í kjölfar þess réðust mótmælendur á lögreglumenn með öllu því sem tiltækt var, heimagerðum sprengjum, flöskum fullum af bensíni, múrsteinum og hverju því sem hönd á festi. Þetta breiddist út um borgina þar til stór hluti borgarinnar logaði í óeirðum. Lögregla segir ekki fara milli mála að herskáir hópar öfgamanna hafi haft hönd í bagga við að skipuleggja aðgerðirnar, og hafi aðeins beðið eftir átyllu til að hefja ofbeldisverkin og draga aðra með sér í þau. Stríðsástand hefur beinlínis ríkt í sumum hverfum. Michael Copeland sambandssinni sagði að ástandið hefði breyst á tíu til fimmtán mínútna fresti. Þetta hefði nálgast stjórnleysi og eyðileggingin hefði blasað við hvarvetna. Óeirðirnar eru nokkuð áfall fyrir friðarferlið á Norður-Írlandi. Flestir héldu að svona nokkuð heyrði fortíðinni til. Þótt slegið hafi í brýnu öðru hverju þá hafa svona langvinn og blóðug átök ekki átt sér stað í tæpan áratug. Það er þó greinilegt að undir niðri kraumar mikil óánægja meðal sambandssinna, sem ekki þarf mikið til að virkja. Yfirvöld leggja því allt kapp á að góma þá sem bera ábyrgð á látunum. Peter Hain, Norður-Írlandsmálaráðherra Bretlands, sagði að þeir yrðu að svara til saka og að hann styddi lögregluna í öllum þeim aðgerðum sem hún gripi til í þeim tilgangi. Hain sagðist telja að öllum, allt frá leiðtogum sambandssinna til venjulegra íbúa í hverfum sambandssinna, blöskraði hvernig vopnaðir flokkar höguðu sér eins og glæpamenn og reyndu að drepa, limlesta og ráðast á lögreglu sem hefði staðið sig frábærlega. Enn ríkir mikil spenna í borginni og var jafnvel búist við að mótmælendur létu enn til sín taka í kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent