Erlent

Kosningabaráttan í algleymi

Kosningabaráttan er hafin í aðdraganda fyrstu fjölflokkakosninganna í Sómalílandi, héraðs sem klauf sig frá Sómalíu og vonast nú eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. 246 frambjóðendur eru í boði, þar af fimm konur, en 82 sæti eru á þinginu. Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar hafa heitið því að virða niðurstöður kosninganna sem fram fara undir lok mánaðarins. Þær eru túlkaðar sem smiðshöggið á lýðræðis- og stjórnmálavæðingu hins unga ríkis. Meirihluti íbúanna samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið1999 og Dehir Riyale Kahin var kosinn forseti árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×