Innlent

Vekja foreldra til umhugsunar

Átakið verndum bernskuna hófst með pompi og prakt í Rimaskóla í dag. Það er forsætisráðuneytið, biskup Íslands, Velferðarsjóður barna, umboðsmaður barna og Samtökin heimili og skóli sem standa að átakinu. Átakinu er ætlað að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna en það stendur í tíu mánuði. Ætlunin er að virkja sem flesta til samstarfs, jafnt atvinnurekendur sem og félagasamtök og var gefinn út bæklingur með tíu heilræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×