Innlent

Vinnuslys við Kárahnjúka

Þrír menn slösuðust í tveimur vinnuslysum á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka síðdegis í gær. Í öðru slysinu klemmdust tveir menn undir steypustyrktarjárngrind og fótbrotnuðu þegar þeir voru að festa grindina. Þeir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til meðferðar. Hitt slysið vildi þannig til að maður féll úr tæki sem hann var í vinna í, og lenti ofan í stórgrýti. Hann slasaðist á hendi og var fluttur á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×