Innlent

Byssupúður sprakk á Akureyri

Sprenging varð í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri í gær, en íbúarnir komust ómeiddir út. Verið er að gera húsið upp og var húsráðandi að vinna með skurðarskífu og hljóp neisti úr henni í krukku, sem var full af púðri til að hlaða skot. Við það sprakk hún og fylltist húsið af reyk, en engan sakaði. Krukkan tilheyrði fyrri eiganda hússins og virðist sem nýir eigendur hafi ekki áttað sig á hverskyns var. Slökkviliðið reykræsti húsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×