Erlent

Tveir létust í flugslysi í Seattle

Tvær litlar flugvélar, önnur Cessna en hin sjóflugvél, rákust saman nálægt flugvelli í Seattle í Bandaríkjunum í morgun með þeim afleiðingum að sú fyrrnefnda hrapaði til jarðar. Báðir sem um borð voru létust en vélin lenti á skólabyggingu sem stóð auð vegna sumarleyfa. Sjóflugvélin lenti á flugvellinum og sakaði engan af þeim fimm sem um borð voru. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×