Innlent

Vænn kinnhestur frá Árna Johnsen

Hreimur Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Lands og sona, íhugar að kæra Árna Johnsen fyrir að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Árni Johnsen var meðal viðmælenda í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær og sagði að þjóðhátíð hefði farið vel fram, tíu þúsund gestir hefðu komið til að skemmta sér og öðrum, en ekki til að meiða - eins og Árni orðaði það. En raunveruleikinn er annar því Hreimur Heimisson segir að eftir að hann og aðrir tónlistarmenn höfðu nýlokið við að syngja þjóðhátíðarlag hans frá 2001, eftir að nýbúið var að tendra á blysunum. Þegar þeir höfðu nýlokið söngnum þá kom Árni upp á svið og sagði þá engu ráða og að þeir væru eingöngu að misþyrma hljóðkerfinu. Hann sagði að Árni hafi gefið sér vænan kinnhest og fór langt yfir strikið. Hreimur er ekki búin að ákveð hvort hann ætlar að kæra en ætlar að skoða viðbrögð þjóðhátíðarnefndar. Páll Scheving, talsmaður þjóðhátíðarnefndar, segir við DV í dag að tekið verði á málinu innan nefndarinnar, það verði kannað nánar, og að hann harmi þegar kastast í kekki milli starfsmanna þjóðhátíðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×