Innlent

Skelfur við Grímsey

Skjálftahrina hófst við Grímsey í fyrrakvöld. Upptök skjálftanna voru um 16 kílómetra austur af eynni og mældist snarpasti skjálftinn yfir fjórum stigum laust upp úr klukkan sex í gærmorgun. Vilborg Sigurðardóttir í Grímsey segir að einhverjir hafi fundið kippinn í gærmorgun og jafnvel fleiri en einn. "Sjálf svaf ég þetta af mér," segir Vilborg sem kveðst orðin vön smáskjálftum. Nokkrir smáskjálftar urðu fram eftir degi í gær, en tugir skjálfta hafa mælst á svæðinu norður af landinu í hrinunni sem hófst á sunnudagskvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×