Innlent

Hvalveiðar gagnrýndar

Ástralir hafa fordæmt áætlun Íslendinga um að veiða 39 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Ian Campell umhverfisráðherra Ástralíu segir að sér ofbjóði fyrirætlanir Íslendinga enda séu þær rangar og í andstöðu við meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins. "Hvalveiðar í vísindaskyni eru ekki réttlætanlegar undir neinum kringumstæðum. Við höfum andstyggð á óskammfeilinni afstöðu Íslendinga, sem ætla að ganga gegn áliti meirihluta almennings. Þetta eru illa dulbúnar veiðar í ábataskyni," segir Campell. Afstaða ástralskra stjórnvalda hefur þegar verið kynnt stjórnvöldum hér á landi. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir Ástrali berja höfðinu við steininn. "það er rangt hjá þeim að unnt sé að rannsaka hvali án þess að veiða þá í einhverjum mæli. Þeir reyna stundum að dreifa athyglinni með frá umhverfisvandamálum heimafyrir með svona yfirlýsingum," segir Árni Mathiesen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×