Innlent

Friður og ró í Fljótshlíð

Tæplega 4000 manns hafa verið á fjölskylduhátíðinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um helgina. Mótið er skipulagt af Hvítasunnummönnum og er þetta í 55. sinn í röð sem þeir standa fyrir slíkri hátíð um verslunarmannahelgi. Geir Jón Þórisson, framkvæmdastjóri mótsins segir það hafa farið einstaklega vel fram og ekki svo mikið sem einni karamellu stolið. Mótinu lýkur eftir samverustund sem haldin er nú í hádeginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×