Innlent

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Mikil jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi um sextán kílómetra austan við Grímsey. Um fimmtíu skjálftar hafa mælst en flestir hafa þeir verið litlir, á bilinu núll komma þrír til rúmlega tveir á Richter. Þó mældist skjálfti upp á fjóra komma tvo klukkan rúmlega sex í morgun. Mest var virknin á milli klukkan fimm og sjö en síðan hefur nokkuð dregið úr henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×