Erlent

Ókeypis alnæmislyf

Taílendingar sem sýkst hafa af HIV-veirunni eiga þess nú kost að fá ókeypis lyf sem eiga að halda sjúkdómseinkennunum í skefjum. Fram til þessa hafa HIV-smitaðir Taílendingar þurft að kaupa dýrum dómum lyfjablöndur til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn blossi upp en nú hefur lyfjafyrirtæki í eigu taílenska ríkisins þróað nýtt samheitalyf sem er ódýrt í framleiðslu og þykir gefa góða raun. Til skamms tíma fengu einungis efnaminni alnæmisjúklingar lyfið án endurgjalds en nú geta allir smitaðir fengið það. Um hálf milljón Taílendinga eru smitaðir af HIV-veirunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×