Erlent

Bílsprengja í Bagdad

Að minnsta kosti níu manns eru særðir eftir að bílsprengja var sprengd og maður með sprengjuvesti sprengdi sig í loft upp nálægt lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta gerðist utan Græna svæðisins svonefnda þar sem bandaríska sendiráðið er. Sprengingarnar tvær urðu með nokkurra sekúndna millibili. Fimm lögreglumenn og fjórir óbreyttir borgarar voru fluttir á sjúkrahús. Þá skaut lögreglan þriðja árásarmanninn til bana á sama stað en sá maður var einnig með sprengjubelti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×