Innlent

Rostungur ræðst á ræðara

Hópur kajakræðara á Svalbarða varð fyrir árás rostungs í júní. Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður sem fór fyrir hópnum segir að kajakmönnum stafi meiri hætta af rostungum en ísbjörnum. Rostungurinn gerði árás á hópinn og hjó þrívegis í einn bát og kafaði undir annan og stangaði hanb. Hópurinn hélt til í skipi en reri út á bátunum á daginn. Daginn sem rostungurinn  var gerð hafði skipið setið fast í hafís í tvo daga en þegar rofaði til var ákveðið að setja bátana út. Eftir að róið hafði verið í um hálfa klukkustund birtist rostungurinn og fór að reyna að sökkva bátnum. Baldvin Kristjánsson, leiðsögumaður hópsins, segir að rostungurinn hafi reynt nokkrum sinnum að höggva í bátinn með tönnunum. Hann segir þá vera hættulega en þeir reyni þó ekki að drepa heldur ætli sér að taka bátinn. Hann segir rostunga ekki borða kjöt, heldur skelfisk. En komi til þess að fólk lendi í rostungskjafti þá sé voðinn vís. Hann sagði líka að það væri ekki hávaði í rostungum og því erfitt að hræðast en réttu viðbrögði væru þau að forðast tennur þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×