Innlent

Veislan er að hefjast

Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið.  Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum. Kjötið er skorið niður út á sjó og sett á ís en frá Bolungarvík fer það svo suður til Reykjavíkur þar sem það er fullunnið og sett í pakkningar. Konráð segist vera búinn að veiða mun meira ef veðrið hefði verið betra en sjómenn er flestir í landi fyrir vestan vegna brælu. Hrefnuveiðarnir eiga hvað sem þessu öllu líður ekki að snúast um að metta maga, heldur eru þær stundaðar í þágu vísindanna.  Ekki eru allir sáttir við aðferðir vísindamannanna eða nauðsyn rannsóknanna segir Sverrir Daníel Halldórsson leiðangurstjóri. Hann segir að það hvíli ekki leynd yfir veiðunum en myndatökur séu ekki leyfðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×