Ósætti um sameiningu 8. júlí 2005 00:01 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform."Heilbrigðisráðherra hefur ekkert talað við okkur. Hann hefur sjálfur sagst stefna að því að sveitarfélögin taki við heilsugæslunni. Ríkisstjórnin fylgir einnig þeirri stefnu. Við óskuðum eftir að fá að taka við þessum málaflokki til reynslu líkt og gert hefur verið með þjónustusamningum á Hornafirði og á Akureyri. Því var hafnað snarlega," segir Guðmundur. Reglugerðin, sem heilbrigðisráðherra hefur undirritað, tekur gildi um næstu áramót. "Áður en reglugerðin var undirrituð átti ég fundi með starfsfólki og fulltrúum heilsugæslustöðvanna í Garðabæ og Hafnarfirði og skýrði út hvað við hefðum í huga," segir Jón Kristjánsson. "Þetta mun ekki hafa í för með sér neina skerðingu á þjónustu nema síður sé, því ráðgert er að opna nýja heilsugæslustöð í Hafnarfirði á þessu ári. Það verður auðveldara að taka á ýmsum sameiginlegum málum en það er ekki ætlunin að leggja niður neina þjónustu sem veitt er," segir Jón. Guðmundur Rúnar Árnason segir að heilsugæslan sé dæmigerð nærþjónusta þar sem taka ætti ákvarðanir sem næst þeim sem eiga að njóta hennar. "Það er augljóslega verið að færa ákvarðanatökuna fjær íbúunum. Ætli menn svo að færa heilsugæsluna til sveitarfélaganna, eins og stefnt er að, er augljóst að hér er verið að stíga skref í þveröfuga átt og gera málin erfiðari viðfangs en nauðsynlegt er," segir Guðmundur. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform."Heilbrigðisráðherra hefur ekkert talað við okkur. Hann hefur sjálfur sagst stefna að því að sveitarfélögin taki við heilsugæslunni. Ríkisstjórnin fylgir einnig þeirri stefnu. Við óskuðum eftir að fá að taka við þessum málaflokki til reynslu líkt og gert hefur verið með þjónustusamningum á Hornafirði og á Akureyri. Því var hafnað snarlega," segir Guðmundur. Reglugerðin, sem heilbrigðisráðherra hefur undirritað, tekur gildi um næstu áramót. "Áður en reglugerðin var undirrituð átti ég fundi með starfsfólki og fulltrúum heilsugæslustöðvanna í Garðabæ og Hafnarfirði og skýrði út hvað við hefðum í huga," segir Jón Kristjánsson. "Þetta mun ekki hafa í för með sér neina skerðingu á þjónustu nema síður sé, því ráðgert er að opna nýja heilsugæslustöð í Hafnarfirði á þessu ári. Það verður auðveldara að taka á ýmsum sameiginlegum málum en það er ekki ætlunin að leggja niður neina þjónustu sem veitt er," segir Jón. Guðmundur Rúnar Árnason segir að heilsugæslan sé dæmigerð nærþjónusta þar sem taka ætti ákvarðanir sem næst þeim sem eiga að njóta hennar. "Það er augljóslega verið að færa ákvarðanatökuna fjær íbúunum. Ætli menn svo að færa heilsugæsluna til sveitarfélaganna, eins og stefnt er að, er augljóst að hér er verið að stíga skref í þveröfuga átt og gera málin erfiðari viðfangs en nauðsynlegt er," segir Guðmundur.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira